Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 01:06

Akurnesingar hafa borgað hálfa milljón í hraðasektir

Það sem af er maímánuði hafa 93 aðilar verið kærðir fyrir of hraðan akstur innan bæjarmarka Akraness, bæði þar sem hámarkshraði er 30 km/klst og 50 km/klst. Sektargreiðslur hafa numið frá 15 þúsund upp í 40 þúsund krónur og tveir aðilar hafa verið sviptir ökuleyfi til skamms tíma.

Í lok síðasta mánaðar tóku Akraneskaupstaður og lögreglan höndum saman til að sporna gegn hraðakstri innan bæjarmarka Akraneskaupstaðar. Ástæðan var ekki síst tvö mjög alvarleg bílslys innanbæjar sem urðu vegna hraðaksturs. Settar voru upp hraðahindranir og bæjaryfirvöld keyptu sérstakt, handhelt tæki til að mæla hraðakstur ökumanna. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að mæla hraða ökumanna á svæðum þar sem mikið hafði verið kvartað undan glæfraakstri, til að mynda á Vesturgötu og Faxabraut.

Sektarupphæð mánaðarins er orðin 485.000 krónur vegna sektarboða með umræddu tæki, sem er fast að því er nemur innkaupsverði hennar. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að hinsvegar sé ljóst að bifreiðaeigendum kæmi betur að ráðstafa fjármunum sínum í þarfari hluti en sektarboð vegna umferðarbrota. „Það er eindregin von bæjaryfirvalda og lögreglunnar að umrætt átak stuðli að bættri umferðarmenningu og þar með fækkun slysa,“ segir í tilkynningu frá Jóni Pálma Pálssyni bæjarritara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is