Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 10:50

Eydís nýr aðstoðarmaður Herdísar

Eydís Aðalbjörnsdóttir.
Eydís Aðalbjörnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Herdísar Þórðardóttur alþingismanns Sjálfstæðisflokksins  í Norðvesturkjördæmi. Eydís hefur verið búsett á Akranesi síðastliðin 8 ár en ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð.

Eydís lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1986, BS gráðu í landafræði frá Háskóla Íslands 1992, kennslufræði til kennsluréttinda 1996 frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2007.

Eydís hefur starfað sem grunnskólakennari á Seltjarnarnesi og Raufarhöfn. Við flutning til Akraness hóf hún störf hjá Landmælingum Íslands sem verkefnastjóri í kortagerð.  Meðfram MBA námi sínu kenndi Eydís í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Síðastliðið ár hefur Eydís starfað í húsi atvinnulífsins sem verkefnastjóri fyrir Samtök ferðaþjónustunnar.

 

Eydís hefur starfað í bæjarmálum á Akranesi síðastliðin 6 ár. Á síðasta kjörtímabili var hún varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ásamt því að sitja í skólanefnd og skipulags- og byggingarnefnd. Eydís var einnig formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi á síðasta kjörtímabili. Á þessu kjörtímabili situr hún sem bæjarfulltrúi Akraneskaupstaðar ásamt því að vera varaforseti bæjarstjórnar og formaður skólanefndar.

 

Eydís er gift Þorkeli Loga Steinssyni útibússtjóra Sparisjóðsins Akranesi. Þau eiga fjögur börn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is