Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 08:05

Fræðsludagur æskulýðsstarfsfólks

Í fyrradag var haldinn sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og Akranesi ásamt flokksstjórnendum vinnuskóla þessara sveitarfélaga.  Fyrirlestrar voru fluttir, m.a. frá Alþjóðahúsi um fjölmenningarsamfélagið og nýbúamál þar sem Sólveig Jónasdóttir verkefnastjóri fræðsludeildar var með kynningu.  Þá flutti Inga Stefánsdóttir sálfræðingur fyrirlestur um unglingsárin og breytingar á því æviskeiði og þær aðferðir sem hvað best virka til að mæta umgengni við þennan aldurshóp. “Þetta er annað árið í röð sem yfirmenn íþrótta- og æskulýðsmála í Borgarbyggðar og Akranesi slá upp sameiginlegu námskeið fyrir starfsmenn sína í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Samstarf þetta er til fyrirmyndar og er sérstaklega styrkt af Starfsmenntaráði vinnumálastofnunar,” sagði Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn.

Hann vildi og þakka Svölu Hreinsdóttur hjá Akraneskaupstað fyrir að halda utan um undirbúning að þessari endurmenntun starfsmanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is