Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 03:55

Mjög harður jarðskjálfti

Skjálftinn átti upptök sín suðvestur af Selfossi.

Mjög harður jarðskjálfti varð nú klukkan 15.45 í dag. Skjálftinn átti upptök sín á Suðurlandi, suðvestur í Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss og mældist 6,7 á Richterskvarða. Það er svipaður styrkleiki og á Suðurlandsskjálftunum árið 2000 sem mönnum eru enn í fersku minni. Skjálftinn var geysiharður á Selfossi og í Hveragerði þar sem munir hrundu úr hillum og húsgögn færðust úr stað. Almannavarnir hafa tilkynnt um hæsta viðbúnaðarstig í nágrenni við skjálftann og björgunarsveitir hafa verið sendar á svæðið þar sem búist er við eftirskjálfta.  Fólk er vinsamlegast beðið að nota síma sem allra minnst nema nauðsyn krefji, þar sem mikið álag er á símakerfið. Auk þess er fólk á Selfossi og í Hveragerði beðið um að halda sig utandyra þar sem þess er kostur.

 

 

Símalínur, vegir og hitaveiturör fóru í sundur  á nokkrum stöðum á Suðurlandi og er þar hæsta viðbúnaðarstig eins og áður segir enda eiga sérfræðingar von á öðrum eftirskjálfta.

 

Greinilegur á Akranesi

Skjálftinn fannst mjög greinilega á Akranesi, þar sem munir í hillum fóru á hreyfingu og myndir skekktust á veggjum. Þeir sem staddir voru utandyra á Akranesi sáu jörðina ganga í bylgjum og kyrrstæða bíla hristast til og frá. Skjálftans varð vart allt til Ísafjarðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is