Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 03:55

Mjög harður jarðskjálfti

Skjálftinn átti upptök sín suðvestur af Selfossi.

Mjög harður jarðskjálfti varð nú klukkan 15.45 í dag. Skjálftinn átti upptök sín á Suðurlandi, suðvestur í Ingólfsfjalli í nágrenni Selfoss og mældist 6,7 á Richterskvarða. Það er svipaður styrkleiki og á Suðurlandsskjálftunum árið 2000 sem mönnum eru enn í fersku minni. Skjálftinn var geysiharður á Selfossi og í Hveragerði þar sem munir hrundu úr hillum og húsgögn færðust úr stað. Almannavarnir hafa tilkynnt um hæsta viðbúnaðarstig í nágrenni við skjálftann og björgunarsveitir hafa verið sendar á svæðið þar sem búist er við eftirskjálfta.  Fólk er vinsamlegast beðið að nota síma sem allra minnst nema nauðsyn krefji, þar sem mikið álag er á símakerfið. Auk þess er fólk á Selfossi og í Hveragerði beðið um að halda sig utandyra þar sem þess er kostur.

 

 

Símalínur, vegir og hitaveiturör fóru í sundur  á nokkrum stöðum á Suðurlandi og er þar hæsta viðbúnaðarstig eins og áður segir enda eiga sérfræðingar von á öðrum eftirskjálfta.

 

Greinilegur á Akranesi

Skjálftinn fannst mjög greinilega á Akranesi, þar sem munir í hillum fóru á hreyfingu og myndir skekktust á veggjum. Þeir sem staddir voru utandyra á Akranesi sáu jörðina ganga í bylgjum og kyrrstæða bíla hristast til og frá. Skjálftans varð vart allt til Ísafjarðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is