Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 09:20

Hafnir Vesturlands koma þokkalega út í dökkri skýrsla

Mikill samdráttur hefur verið hjá Stykkishólmshöfn.
Fulltrúar hafna innan Hafnasambands Íslands hittust á fundi um fjárhagsstöðu hafna á dögunum. Þar var meðal annars kynnt ný skýrsla hagfræðistofnunar HÍ um fjárhag hafna og er sú lesning heldur dökk. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé líklegt að nema þrjár hafnir af 36 geti staðið undir rekstri og viðhaldi mannvirkja á komandi árum. Með tilstyrk ríkisins megi reikna með að fjórar aðrar hafnir verði rekstrarhæfar.

Í skýrslu um afkomu hafna og samanburð frá árinu 1990 koma hafnir á Vesturlandi þokkalega út.

Hagnaður Faxaflóahafna var 490,8 milljónir á árinu 2006 og hefur afkoma hafnarsamlagsins batnað um 222 milljónir frá árinu 1990, en sá samanburður er væntanlega ekki marktækur vegna inngöngu nýrra hafna í samlagið frá þeim tíma. Hafnir í Snæfellsbæ voru reknar með 14,8 milljón króna hagnaði 2006 og batnaði afkoman um 6,2 milljónir frá 1990.

 

Grundarfjarðarhöfn skilaði 10,3 milljón króna hagnaði í hitteðfyrra og hafði afkoman batnað um rúmlega þá upphæð á tímabilinu. Höfnin á Reykhólum átti hundrað þúsund í afgang eftir árið 2006 og var það 800 þúsund krónum verri útkoma en árið 1990. Stykkishólmshöfn hefur þurft að þola mikinn samdrátt síðustu árin. Höfnin þar var rekin með 11,7 milljóna króna halla í hitteðfyrra og hefur afkoman versnað um 15,9 milljónir frá 1990.

 

Á áðurnefndum fundi fulltrúa hafnanna var samþykkt ályktun þess efnis að hafnarsambandið lýsi yfir verulegum áhyggjum af fjárhagsstöðu íslenskra hafna. Glöggar upplýsingar um afkomu langflestra hafna landsins sýni að hún sé afleit og veruleg óvissa ríki um rekstrargrundvöll þeirra á komandi árum. Beinir fundurinn þeirri áskorun til samgönguráðherra að nú þegar verði í samráði við Hafnasamband Íslands leitað leiða til þess að rétta hlut hafnanna og skapa þeim fjárhagslegar rekstrarforsendur. 

„Hafnir landsins eru mikilvægur hornsteinn í samgöngukerfi landsins og grundvallar forsenda fyrir þróun atvinnulífs og tryggum búsetuskilyrðum víða um land. Því er brýnt að leitað verði lausna á þeim fjárhagsvanda sem við blasir þannig að hafnirnar geti áfram sinnt því mikilvæga hlutverki sem krafa er gerð til,“ segir einnig í ályktuninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is