Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 10:10

Nærri 90% kvótans hafa skipt um hendur

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur kannað hversu stór hluti veiðiheimilda í tegundum sem voru kvótasettar 1984 hefur skipt um hendur við kaup á aflaheimildum og fyrirtækjum sem eiga aflaheimildir og vegna aðgerða stjórnvalda sem hafa aukið veiðirétt minni skipa. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu LÍÚ. Niðurstaðan er sú að að um 87,5% aflaheimildanna hefur skipt um hendur, en einungis 12,5% þeirra veiðiheimilda sem skipt var á milli fyrirtækja og einstaklinga í aflamarkskerfinu 1984 eru enn í eigu sömu aðila.

Könnunin nær til þeirra fisktegunda sem kvótasettar voru árið 1984, og hafa verið það óslitið síðan, en þær eru: þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða, síld og loðna.

 

Breytingar á handhöfn aflaheimilda í umræddum tegundum frá því árið 1984 má sundurliða með eftirfarandi hætti:

1. Kaup á aflaheimildum og eignarhlutum í útgerðarfélögum.

Rúm 85% hafa skipt um hendur vegna kaupa á aflaheimildum og eignarhlutum í fyrirtækjum.  Rétt er að taka fram að sameining fyrirtækja eða erfðir hafa ekki áhrif í þessu tilliti.

2. Tilfærsla til smábáta.

Aflaheimildir aflamarksskipa hafa verði skertar umtalsvert frá því að aflamarkskerfinu var komið á með ákvörðunum stjórnvalda um tilfærslu aflaheimilda til smábáta. Þannig hafa um 32% aflaheimilda í þorski verið færðar frá aflamarksskipum til smærri báta og einnig hafa umtalsverðar aflaheimildir í ýsu verði fluttar til þeirra. Upphaflega voru smábátum reiknuð þrjú prósent af þorskafla. Þegar litið er til þeirra aflaheimilda sem skipt var á milli útgerða 1984 og eru enn í eigu þeirra þá nemur skerðing þeirra vegna tilfærslu til smábáta um 2,5%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is