Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 10:10

Nærri 90% kvótans hafa skipt um hendur

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur kannað hversu stór hluti veiðiheimilda í tegundum sem voru kvótasettar 1984 hefur skipt um hendur við kaup á aflaheimildum og fyrirtækjum sem eiga aflaheimildir og vegna aðgerða stjórnvalda sem hafa aukið veiðirétt minni skipa. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu LÍÚ. Niðurstaðan er sú að að um 87,5% aflaheimildanna hefur skipt um hendur, en einungis 12,5% þeirra veiðiheimilda sem skipt var á milli fyrirtækja og einstaklinga í aflamarkskerfinu 1984 eru enn í eigu sömu aðila.

Könnunin nær til þeirra fisktegunda sem kvótasettar voru árið 1984, og hafa verið það óslitið síðan, en þær eru: þorskur, ýsa, ufsi, karfi, grálúða, síld og loðna.

 

Breytingar á handhöfn aflaheimilda í umræddum tegundum frá því árið 1984 má sundurliða með eftirfarandi hætti:

1. Kaup á aflaheimildum og eignarhlutum í útgerðarfélögum.

Rúm 85% hafa skipt um hendur vegna kaupa á aflaheimildum og eignarhlutum í fyrirtækjum.  Rétt er að taka fram að sameining fyrirtækja eða erfðir hafa ekki áhrif í þessu tilliti.

2. Tilfærsla til smábáta.

Aflaheimildir aflamarksskipa hafa verði skertar umtalsvert frá því að aflamarkskerfinu var komið á með ákvörðunum stjórnvalda um tilfærslu aflaheimilda til smábáta. Þannig hafa um 32% aflaheimilda í þorski verið færðar frá aflamarksskipum til smærri báta og einnig hafa umtalsverðar aflaheimildir í ýsu verði fluttar til þeirra. Upphaflega voru smábátum reiknuð þrjú prósent af þorskafla. Þegar litið er til þeirra aflaheimilda sem skipt var á milli útgerða 1984 og eru enn í eigu þeirra þá nemur skerðing þeirra vegna tilfærslu til smábáta um 2,5%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is