Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2008 06:34

Gunnólfi verði sagt upp störfum

Eins og sjá má var þétt setið á fundinum.
Fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar lauk rétt í þessu en þar var ákveðið að Gunnólfi Lárussyni sveitarstjóra yrði sagt upp störfum. Auglýst verður eftir aðila til þess að taka við starfinu. Heimildir Skessuhorns herma að Vinstri grænir og fulltrúar H-lista séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf. Fullt var út úr dyrum á fundinum því um 30 Dalamenn mættu til þess að fylgjast með því sem þar fór fram. Málið er nokkuð umdeilt enda hefur samstarf flokkanna tveggja gengið vel fram að þessu.

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er vika síðan H-listinn, annar samstarfsflokkanna í sveitarstjórn, lagði fram tillögu um að Gunnólfi yrði sagt upp. Gunnólfur er oddviti N-listans sem á sínum tíma gerði kröfu um að hann yrði sveitarstjóri. Hinsvegar var ákveðið að endurskoða það mál að tveimur árum liðnum, en þann 15. júní næstkomandi eru tvö ár liðin frá því Gunnólfur settist í stól sveitarstjóra.

Ekki náðist í Gunnólf vegna málsins og ekki heldur Þórð Ingólfsson oddvita H-lista. Þórður sagði hinsvegar í samtali við Skessuhorn nýverið að hann gerði ráð fyrir því að tillagan yrði samþykkt í dag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is