Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 01:20

Fótboltamenn máttu víkja fyrir jarðskjálfta

Í myndinni má meðal annars sjá Gísla Gíslason í ísbaði.
Eins og fram kom hér á vef Skessuhorns í gær stóð til að frumsýna heimildarmynd á RÚV kl. 18.30 í gærkvöldi um þá miklu framleiðslu fótboltamanna sem átt hefur sér stað á Akranesi undanfarin ár. Ekkert varð af þeirri sýningu vegna aukafréttatíma um jarðskjálftana á Suðurlandi og var myndin, Einn af hverjum nítján, því frumsýnd um kl. 00.30 í nótt. Áhugasamir geta þó einnig séð myndina í endursýningu kl. 15.30 á sunnudag og þegar hefur verið ákveðið að hún verði sýnd í þriðja sinn, þá á betri sýningartíma sem verður nánar auglýstur síðar. 

Nafn myndarinnar vísar til þess að samkvæmt lauslegum útreikningum verður einn af hverjum nítján drengjum sem fæðast inn í samfélagið á Akranesi frambærilegur fótboltamaður. Í þættinum er leitað skýringa á því hversvegna hlutfall fótknattleiksmanna á Akranesi er það hátt að það er nánast einsdæmi á heimsvísu. Dagskrárgerð önnuðust Gísli Einarsson og Óskar Nikulásson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is