Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 01:20

Fótboltamenn máttu víkja fyrir jarðskjálfta

Í myndinni má meðal annars sjá Gísla Gíslason í ísbaði.
Eins og fram kom hér á vef Skessuhorns í gær stóð til að frumsýna heimildarmynd á RÚV kl. 18.30 í gærkvöldi um þá miklu framleiðslu fótboltamanna sem átt hefur sér stað á Akranesi undanfarin ár. Ekkert varð af þeirri sýningu vegna aukafréttatíma um jarðskjálftana á Suðurlandi og var myndin, Einn af hverjum nítján, því frumsýnd um kl. 00.30 í nótt. Áhugasamir geta þó einnig séð myndina í endursýningu kl. 15.30 á sunnudag og þegar hefur verið ákveðið að hún verði sýnd í þriðja sinn, þá á betri sýningartíma sem verður nánar auglýstur síðar. 

Nafn myndarinnar vísar til þess að samkvæmt lauslegum útreikningum verður einn af hverjum nítján drengjum sem fæðast inn í samfélagið á Akranesi frambærilegur fótboltamaður. Í þættinum er leitað skýringa á því hversvegna hlutfall fótknattleiksmanna á Akranesi er það hátt að það er nánast einsdæmi á heimsvísu. Dagskrárgerð önnuðust Gísli Einarsson og Óskar Nikulásson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is