Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 11:30

Grunnskóli Borgarfjarðar fékk sinn fjórða Grænfána

Ljósm. Pétur Davíðsson.
Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri fékk í gær afhentan sinn fjórða Grænfána. Skólinn var meðal þriggja fyrstu skólanna á Íslandi sem fengu Grænfána og hafa því verið með í verkefninu frá upphafi.

Í tilefni dagsins efndu nemendur og starfsfólk til hátíðar í blíðskaparveðri. Ragnhildur Helga Jónsdóttir afhenti grænfánann  fyrir hönd Landverndar, en nemendur í umhverfisnefnd skólans tóku við honum. Það voru þau Brynjar Björnsson í 5. bekk, Sigurjón Óli Vignisson 4. bekk, Helga Guðrún Jónmundsdóttir 5. bekk og Hlynur Snær Unnsteinsson 4. bekk. Þau fluttu einnig ræðu og sögðu gestum frá starfi skólans í þágu umhverfisins. Allir nemendur skólans hjálpuðust svo að við að draga fánann að húni.

Að því loknu var gestum boðið inn í skóla þar sem boðið var upp á ávexti, grænmeti og sumardrykk. Þar var einnig boðið upp á sýningu nemenda á handverki vetrarins. Meðal annars afrakstri endurvinnsludags þar sem nemendur unnu listaverk úr öllum pappír sem fallið hefur til í skólanum í vetur. Á sýningunni var einnig kynning á Yemen en nemendur grunnskólans framleiddu og seldu jólakort fyrir jólin og létu ágóðan af þeirri sölu renna til skólahalds í Yemen.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is