Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2008 02:19

Vinstri grænir og H-listi enn í viðræðum um meirihlutasamstarf

Eins og fram kom hér á Skessuhornsvefnum í gær var ákveðið á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í gær að Gunnólfi Lárussyni sveitarstjóra yrði sagt upp störfum. Auglýst verður eftir aðila til þess að taka við starfinu. Vinstri grænir og fulltrúar H-lista, sem er annar samstarfsflokkanna í sveitarstjórn, eru nú í viðræðum um meirihlutasamstarf sín á milli.

Þórður Ingólfsson, oddviti H-listans, segir að viðræðurnar gangi vel en hann er staddur í London þar sem hann verður um helgina. “Við erum bara að tala saman þessa dagana og ég reikna með að þeim viðræðum ljúki innan skamms,” segir hann. Hann segist hafa orðið var við að þessi ákvörðun um að skipta um sveitarstjóra á miðju kjörtímabili sé umdeild. “Ég veit að nánustu stuðningsmönnum Gunnólfs líst illa á þetta. Hinsvegar hef ég líka orðið var við stuðning við ákvörðunina. Þetta er bara það sem við vildum frá upphafi og niðurstaðan varð sú að við létum þetta eftir í tvö ár.  Hinsvegar fannst okkur ekki ástæða til að láta það eftir lengur.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is