Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2008 08:10

Fjallskilasamþykkt Dalabyggðar lítur dagsins ljós

Tillaga að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Dalabyggð var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn fyrir skömmu. Sveitarstjórnarmenn sáu ástæðu til að hrósa nefndarmönnum fyrir góða vinnu sem væri til fyrirmyndar. Samþykkt var að vísa tillögunni til síðari umræðu en óska eftir umsögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands í millitíðinni.

Fjallskilasamþykktin hefur verið í vinnslu frá 21. ágúst á síðasta ári og drögin unnu Arnar Eysteinsson, Bjarni Ásgeirsson og Valberg Sigfússon. Fjallskiladeildir í Dalabyggð eru átta og eru umdæmi þeirra miðuð við landfræðileg mörk þeirra byggðarlaga sem þær eru kenndar við. Þó er sveitarstjórn heimilt að breyta mörkum þeirra eða sameina ef það er vilji þeirra fjallskilanefnda sem hlut eiga að máli. Í drögunum kemur eitt og annað áhugavert í ljós. Meðal annars er sagt að fjallskilaskyldur sé hver sá sem á kindur, hvort þær gangi í heimalandi eða í öðrum sumarhögum en draga má úr fjallskilakostnaði ef fé er haft heima eða sent í aðra fjallskiladeild.

 

Heimilt að leggja fjallskil á hestaeigendur

Heimilt er að leggja fjallskil á eigendur hrossa gangi þau í sumarhögum sauðfjár þar sem skipulagðar haustleitir fara fram. Sama gildir um geitfé. Fjallskilanefnd er heimilt að leggja allt að 25% af fjallskilakostnaði á landverð jarða að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda, samkvæmt fasteignamati hvers tíma.

Öllum skal senda afrit af fjallskilaseðli, einnig eigendum fjárlausra jarða og skulu fjallskilaseðlar allra fjallskiladeilda í sveitarfélaginu vera aðgengilegir á vefsíðu þess. Ef landsvæði sem fjallskiladeild nær yfir eða verulegur hluti þess fellur úr byggð skal sveitarstjórn sjá um að fjallskil séu framkvæmd á eyðilöndum. Kostnaður við þau skiptast þannig að eigendur bera helminginn, fjallskiladeildir þar sem fjár er von fjórðung og ríkið fjórðung.

 

Réttardögum má breyta

Heimilt er samkvæmt nýju drögunum að flýta fyrri eða seinni leit um eina viku, að fella niður leit á ákveðnu landssvæði þegar fyrsta leit á að fara fram, enda fari þar samt fram tvær leitir og skal leita samstarfs um haustleitir við þær fjallskiladeildir sem ladn eiga á móti fjallskilanefndum í Dalabyggð.

Hver bóndi eða umráðamaður lands er skyldur að hirða fé sem finnst í heimalandi hans eftir að leitum er lokið og gangast fyrir því að það komist til réttra eigenda sem geri ráðstafanir, ella skuli fénu fargað. Kostnaðinn sem af þessu leiðir ber eigandinn.

Verði mikil brögð að ágangi búfjár úr sumarhögum í heimaland getur sá er fyrir verður gert aðvart og verði um veulegan eða óeðlilegan ágang að ræða skal sveitarstjórn skipa fyrir um smölun ágangspenings og rekstur búpenings í sumarhaga eða til skilaréttar. Verði verulegur ágangur sauðfjár eða hrossa á milli fjallskiladeilda getur sú deild er fyrir ágangi verður óskað eftir að hin greiði bætur fyrir áganginn eða sendi menn í göngur.

Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt drögin, verða þau send til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis til staðfestingar. Hvenær það verður mun tíminn leiða í ljós. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is