Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2008 09:50

Nýtt fyrirtæki í Grundarfirði sem sérhæfir sig í samvinnu

Ingi Hans og Sigurborg.
Hjónin Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði hafa stofnað nýtt fyrirtæki, ILDI ehf., sem opnað var formlega síðastliðinn föstudag. Starfsemi fyrirtækisins er þríþætt og er þar veigamest ráðgjöf á sviði samvinnu. Það þýðir að fyrirtækið mun vinna með sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum sem vilja koma á eða efla samvinnu við íbúa, hagsmunaaðila, starfsfólk, viðskiptavini og kollega. Sem dæmi um verkefni sem ILDI tekur að sér má nefna þátttöku- og samráðsferli og er þar byggt á viðurkenndum aðferðum alþjóðlegra samtaka IAP2, International Association for Public Participation.

“Oft þegar teknar eru ákvarðanir, er það látið hjá líðast að kalla eftir sjónarmiðum þeirra sem ákvörðunin hefur áhrif á, eða kunna að hafa áhuga á málinu. Þetta getur valdið óánægju og jafnvel illindum – eitthvað sem hefði verið hægt að komast hjá með því að eiga samræðu við þá sem hagsmuna áttu að gæta. Hér getur ILDI aðstoðað við að greina ákvörðun, hagsmunaaðila, skipuleggja þátttökuferli, hafa umsjón með samræðu og fundum, vinna úr skilaboðum og meta árangur. Tilgangurinn er sá að stuðla að betri ákvörðunum byggðum á upplýstri umræðu,” segir í tilkynningu frá þeim hjónum.

Undanfarin sjö ár hefur Sigurborg sérhæft sig í aðferðum á þessu sviði og verið þar leiðandi á landsvísu. Auk þessa sinnir ILDI verkefnum á sviði menningar og lista og felst það aðallega í hugmyndavinnu, sýningahönnun og sagnalist. Þriðji þáttur starfseminnar er jógakennsla og 5Rytma dans, sem eru tvær mismunandi leiðir til að tengja líkama og sál og stuðla að persónulegu jafnvægi.

 

“Það kann að virðast sem þessi þrjú starfssvið séu ólík, en í reynd byggja þau öll á því að einstaklingar, hópar og samfélög nái fram sínu besta, í þjónustu við lífið og sköpunina.  Nafnið ILDI þýðir súrefni, en það er eitt algengasta frumefnið og hefur einstaka hæfileika til að tengjast nær öllum öðrum frumefnum. Markaðssvæði ILDIS er landið allt, með sérstaka áherslu á Snæfellsnes og Vesturland. Auk þess á fyrirtækið samstarfsaðila erlendis,” segir að lokum í tilkynningu frá Ildi ehf. Fyrirtækið hefur þegar opnað heimasíðu þar sem nálgast má ítarlegri upplýsingar um starfsemi þess, slóðin er www.ildi.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is