Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2008 11:00

Slógi og mykju dælt undir svörð

Tækjabúnaður þessi er stór og þungur og þarf því öfluga dráttarvél og góðar aðstæður til að hægt sé að aka um túnin.
Nýverið var gerð allsérstæð tilraun á Miðhrauni II í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar var mykju og fiskislógi blandað saman og dælt undir grassvörð á túni með nýrri vél frá Jötunn - Vélum sem flutt hefur verið til landsins. Hjónin Sigurður Hreinsson og Bryndís Guðmundsdóttir reka umfangsmikla fiskverkun á Miðhrauni en hafa auk þess sauðfé. Undanfarið hafa þau lagt áherslu á að gera sauðfjárræktina lífræna og kaupa því ekki tilbúinn áburð í ár. Við fiskþurrkunina fellur til nokkuð magn af slógi.

Hér er sárinu lyft eftir að mykju og slógi hafði verið dælt niður undir grassvörðinn.
“Við fengum til okkar nýja stórvirka haugdælu sem verið hefur í tilraunum á Hvanneyri, en tæki þetta hefur jafnframt sprautubúnað sem getur dælt innihaldinu undir grassvörðinn. Við fengum mykju á næstu bæjum sem við blönduðum fiskislóginu og létum dæla því í tún hjá okkur,” sagði Sigurður í samtali við Skessuhorn. Hann segist binda miklar vonir við þessa tilraun og hún hafi ýmsa kosti í för með sér. “Fyrir það fyrsta þá nýtir þessi aðferð áburðarefnin vel og þau rjúka ekki burtu ef efnunum er dælt svona undir grassvörðinn. Rannsóknir sýna að allt að 80% betri nýting er á köfnunarefni með þessum hætti. Í öðru lagi losnar maður við talsverða lyktarmengun sem fylgir óneitanlega bæði mykju og slógi. Loks má nefna að vandamál hefur verið að losna við slóg sem ekki má orðið dæla í sjó. Þetta er áburðarrík afurð sem sjálfsagt er að nýta með þessum hætti. Þessi tilraun tókst vel og nú bíðum við spennt að sjá hversu vel grasið svarar þessari gerð af áburði,” sagði Sigurður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is