Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2008 01:05

Sáu boltafisk á Berghylsbrotinu

“Laxinn er mættur í Norðurá. Við sáum seinni partinn á laugardag þrjá fallega laxa á Berghylsbrotinu og einn af þeim var vel vænn, boltafiskur,” sagði Þorsteinn Ólafs stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í samtali við Skessuhorn. Þorsteinn og fleiri stjórnarmenn höfðu þá skömmu áður verið að skyggna ána á milli fossa. Þeir sáu einnig fiska á Stokkshylsbrotinu og meta að nokkrir tugir laxa séu þegar mættir á svæðið. Veiðin hefst síðan á fimmtudaginn kemur í Norðurá þegar stjórnarmenn SVFR og fleiri opna ána.

“Tíðarfarið er búið að vera svo gott að undanförnu að laxinn kemur snemma í ár, ólíkt því sem var í fyrra þegar vatnsleysi og kuldar drógu úr göngunum,” sagði veiðimaður og veðurfræðingur sem  Skessuhorn hitti við Laxá í Kjós um helgina. Í Laxá var laxinn einnig mættur. Tíu punda fiskur sást fyrir fáum dögum fyrir neðan  Laxfossinn, einn á ferð en veiði hefst í Kjósinni 19. júní. Áin hefur aldrei opnað svo seint áður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is