Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2008 11:39

35 starfsmönnum sagt upp hjá Ans

Öllu starfsfólki byggingafyrirtækisins Ans í Borgarbyggð hefur verið sagt upp störfum en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er vonast til þess að hægt verði að endurráða sem flesta. Auk þess hefur verið ákveðið að hætta við fyrirhugaða sameiningu á rekstri Ans ehf. og Sólfells ehf. og Sigurður Guðmundsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sólfells og tók sæti í framkvæmdastjórn Ans í upphafi árs hefur látið af störfum hjá félaginu.

Á morgun verður fundur með starfsmönnum Ans í Borgarbyggð en Jón Pálsson stjórnarformaður fyrirtækisins segir að nú sé unnið að því að skýra bæði stöðu starfsfólks og fyrirtækisins. “Við vonumst til þess að geta gert þetta eins sársaukalítið og mögulegt er, þótt auðvitað sé aldrei jákvætt að þurfa að gera slíkar ráðstafanir,” segir hann. “Staðan á þessum markaði er afleit eins og allir vita. Þetta er hinsvegar alltaf erfitt, ekki síst í svona litlu samfélagi.”

 

Jón segir að uppsagnirnar hafi komið starfsfólki nokkuð á óvart og að þungt sé í fólki. “Þetta er hinsvegar uppsafnaður vandi sem þurfti að taka á.” Hvað örlög Sólfells varðar segir Jón að þau séu ekki alfarið í höndum Ans. “Bæði lánadrottnar og aðrir hagsmunaaðilar hafa sitt að segja þar. Við erum eigendur hlutafjár í Sólfelli og lítum svo á að það hafi tapast. Nú á sér stað ákveðin uppstokkun og það er ljóst að heilmikið kemur til með að breytast. Það eru verkefni í gangi fram eftir árinu hjá okkur en við sjáum hinsvegar ekki nógu langt fram í tímann núna til að geta haldið óbreyttu starfsmannahaldi. Við vonumst hinsvegar til þess að geta náð okkur í fleiri verkefni og byggt áfram upp starfsemi á svæðinu þegar markaðurinn tekur við sér að nýju.”

 

Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar segir málið alvarlegt. “Ég mun hitta Jón Pálsson síðar í dag til þess að fara yfir stöðu mála. Í kjölfar þess vitum við meira um hver framtíðaráform fyrirtækisins eru.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is