Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2008 02:02

Einstakt að sláttur hefjist fyrir maílok

Sláttur hófst í Deildartungu í Reykholtsdal laugardaginn 31. maí. Sprettutíð í nýliðnum mánuði var með allra besta móti og mjög víða í Borgarfirði er nú komið gott gras á tún, einkum nýræktir. Það mun vera einstakt að sláttur hefjist áður en júnímánuður gengur í garð. Ingimundur Jónsson, húskarl í Deildartungu sló fyrsta túnið þar á bæ á laugardaginn og hefur þegar pakkað uppskerunni í rúllur. Líklega er það fyrsti slátturinn á landinu, en fjölmiðlar hafa greint frá því að eyfirskir bændur hafi hafið slátt degi síðar, þ.e. 1. júní. Nú er Ingimundur í Deildartungu að slá svokallað Kársnes, sem er neðan við Deildartunguhver. Aðspurður segir hann að spretta sé uppundir jafn góð nú og hún var 16. júní í fyrra þegar hann sló fyrsta túnið.

Nú gengur á með skúrum í Borgarfirði en spáin lofar þurrki á morgun og frameftir degi á miðvikudag. Skessuhorn hefur rætt við nokkra bændur í Borgarfirði, bæði sunnan og norðan Skarðsheiðar. Almennt segja þeir sprettu mjög góða miðað við árstíma og búast margir við að hefja slátt á næstu dögum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is