02. júní. 2008 03:15
Í kvöld kl. 20.00 fer fram stórleikur á Skallagrímsvelli þegar heimamenn taka á móti Selfyssingum, toppliði fyrstu deildar karla í VISA bikarkeppninni. Því er ljóst að um erfiðan leik verður að ræða og því nauðsynlegra en oft áður að Borgnesingar fjölmenni á völlinn til að styðja sína menn. Leikurinn er sá fjórði sem Skallagrímsmenn leika á níu dögum en hinsvegar er um fyrsta heimaleik ársins að ræða.
Allir á völlinn - áfram Skallagrímur!