Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2008 11:48

Ólafsvíkurvaka í stað Færeyskra daga

Eins og skýrt var frá í Skessuhorni fyrir nokkru fengust engin viðbrögð þegar auglýst var eftir aðilum til að starfa að Færeyskum dögum í Ólafsvík, en hátíðin féll niður á síðasta ári eftir að hafa verið haldin í níu skipti við miklar vinsældir. Þrátt fyrir dvínandi áhuga heimamanna fyrir að halda Færeyska daga var haldinn fundur í bænum fyrir skömmu þar sem ákveðið var að endurverkja bæjarhátíðina Ólafsvíkurvöku sem haldin var tvö ár í röð fyrir rúmum áratug og þóttist þá heppnast vel.

„Þetta verður byggt þannig upp að við heimamenn tökum á móti hinum sem eru farnir í burtu og öðrum gestum og við sýnum hvað við getum. Nú er um að gera að allir gömlu Ólsararnir, gömlu sjómennirnir sem voru hérna og allir hinir stefni hingað þessa helgi. Við munum taka vel á móti öllum gestum,“ segir Guðmunda Wium sem hefur tekið að sér að leiða hóp sem stendur að undirbúningi fyrir hátíðinni sem verður helgina 4.-6. júlí. Guðmunda hefur falið manni sínum Sigurði Höskuldssyni, gamla Klakabandsmanninum, að fá menn til að spila með sér og sjá um tónlistina á hátíðinni. Guðmunda segir að það verði ekki mikið mál að fá fólk til að starfa að undirbúningi hátíðarinnar. „Það þarf ekki annað en veifa hendi og þá er fólk tilbúið að leggja lið við undirbúninginn. Það eru allir spenntir fyrir því að endurvekja þessa hátíð, sem var haldin í tvö sumur löngu áður en Snæfellsbær varð til og við byrjuðum með Færeysku dagana. Sandarar og þeir á Rifi taka þátt í þessu með okkur og við mætum svo á Sandaragleðina til þeirra sem haldin er helgina á eftir okkar hátíð.“

 

Guðmunda segir að þegar sé komin drög að dagskránni og ýmislegt verði um að vera. Mikið sé lagt upp úr að hafa skemmtun fyrir börnin. Auk ýmissa leikja, leiktækja og ratleiks mun leikfélagið mæta með Línu langsokk og sýnt verði úr Abba-sjóinu sem haldið var í vetur. Dansleikir verða bæði föstudags- og laugardagskvöld, þar á meðal bryggjuball, götumarkaður, grillveisla,  listasýningar og sjálfsagt eitthvað fleira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is