Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2008 12:10

Vestlendingar auka færni sína í ferðaþjónustu

Nú standa yfir námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi sem nefnast “Færni í Ferðaþjónustu”. Námskeið var haldið á Hótel Hamri á dögunum og nú stendur yfir námskeið í Grundarfirði en að auki verður haldið námskeið á Akranesi dagana 7.-10. júní. Færni í ferðaþjónustu er unnið af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að beiðni Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnurekenda í ferðaþjónustu. Gerð var þarfagreining þar sem bersýnilega kom í ljós að þörf fyrir námskeið af þessu tagi var mikil.

Námskeiðinu er ætlað að styrkja jákvæð viðhorf starfsfólks í verslunargeiranum og ferðaþjónustu til starfs síns og eigin færni. Einnig er námskeiðið ætlað námsmönnum sem vilja efla starfsfærni sína og auka ábyrgð og sjálfstraust í starfi.

 

Eiríkur Theodórsson starfar á Landnámssetrinu sem sýningarstjóri og ljósamaður, auk þess sem hann vinnur í skála Landnámssetursins og tekur niður pantanir og annað sem fellur til. Hann fór á námskeiðið á dögunum á Hótel Hamri og hafði gaman af. Eiríkur segir námskeiðið hafa verið lærdómsríkt, hann hafi lært ýmislegt um þjónustu við ferðamenn og um það hvernig hann geti bætt þjónustu við viðskiptavini sína. Einnig hafi verið farið í gegnum hvaða vöruval hentaði hvaða umhverfi, hvaða vörur löðuðu að ákveðna hópa ferðamanna og þar fram eftir götunum. Eiríkur sagðist hiklaust mæla með námskeiðinu. Svona námskeið væru iðulega greidd af atvinnuveitendum og því um að gera að nýta sér tækifæri til þess að læra um starfið og auka starfshæfni sína. Hann segir námskeiðið hafa verið að mestu bóklegt en þó hafi einnig verið verklegir þættir. Farið hafi verið í samstarf við önnur ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sem og í þjónustu við fólk sem er að ferðast í sínu heimahéraði. Hann segir að námskeiðið sé nauðsynlegt fyrir þá sem hafa áhuga á ferðaþjónustugeiranum og telur að það geti vakið áhuga hjá þátttakendum um frekara nám í þessum efnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is