Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2008 10:04

Uppsagnir JB hafi ekki áhrif á Akranesi

JB byggingarfélag er meðal annars að byggja stórhýsi á Sólmundarhöfða.
JB byggingarfélag, dótturfélag Stafna á milli, sagði í síðustu viku upp 28 starfsmönnum. JB er að byggja tvö stórhýsi á Akranesi, íbúðablokkir að Holtsflöt 9 og á Sólmundarhöfða neðan við dvalarheimilið Höfða. Að sögn Hjördísar Ýrar Johnsen upplýsinga- og markaðsstjóra fyrirtækisins munu þessar uppsagnir ekki hafa áhrif á þessar framkvæmdir, nema þá að heldur dragi úr framkvæmdahraða eins og væntanlega muni gerast við önnur verkefni fyrirtækisins á næstu mánuðum.

Hjördís segir að fyrirtækið sé með uppsögnunum að bregðast við þeirri tregðu sem hefur verið á fasteignamarkaðnum á síðustu mánuðum og reyna að sporna gegn því að sitja uppi með óseldar eignir.

Íbúðir í byggingunum á Akranesi eru enn ekki komnar í sölu, þannig að ekkert er farið að reyna á söluhæfni þeirra í núverandi stöðu á markaðnum. Að sögn Hjördísar eru flestir starfsmannanna 28 sem fengu uppsagnarbréfin með 3ja mánaða uppsagnafrest. Komi til uppsagnanna mun væntanlega hluta starfsmanna bjóðast vinna hjá Risi sem er í eigu sömu aðila og JB.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is