Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2008 08:30

Sigla umhverfis jörðina og forvitnast um umhverfismál

Oliver Pitras skipstjóri Southern Star.
Það vakti mikla athygli íbúa Ólafsvíkur í liðinni viku er heljarinnar skúta kom í Ólafsvíkurhöfn. Skútan ber nafnið Southern Star, er 75 fet á lengd og skráð í Frakklandi. Skipsverjar um borð voru níu manns og meðal farþega var einn átta mánaða gamall drengur.

Oliver Pitras skipstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að skútan hafi lagt af stað frá Tromsö í norður Noregi þann 17. maí og sé áætlunin að vera í eitt ár á ferðinni sem siglt verður í kring um jörðina. Ætlunin er að halda sig norðarlega á hnettinum. “Við komum frá Húsavík. Leið okkar frá Ólafsvík liggur svo til Reykjavíkur og svo til Nuuk í Grænlandi.“

Oliver segir að meðal farþega séu vísindamenn og kvikmyndargerðarmenn sem taka upp efni um hlýnun jarðarinnar. Bæjarbúar á hverjum stað eru teknir tali um málefnið og einnig kannað hvernig staðið er að umhverfismálum í þeim bæjarfélögum sem sótt eru heim.

 

Oliver segir að Íslendingar séu mjög meðvitaðir um umhverfismál og hann hafi séð fólk tína upp rusl á almannafæri. “Við fórum á Snæfellsjökul og umhverfis jökulinn. Það kom mér á óvart hversu snyrtilegt var. Þó var eitt sem vakti athygli okkar á sunnanverðum Snæfellsjökli en það var hversu mikið af allskonar járnarusli og gömlum bílum var við einn bæinn. Það var algjörlega á skjön við annað sem við sáum á jafn fallegum stað og Snæfellsnesið er.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is