Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2008 01:02

Nær engin frostnótt í Stafholtsey í einmuna hlýjum maí

Nýliðinn maímánuður var með eindæmum hlýr. Í Reykjavík varð hann sá hlýjasti í 48 ár og á Akureyri hefur ekki verið hlýrra í maí í 17 ár. Mánuðurinn var alveg laus við norðanhret en það er frekar óvenjulegt, en þó ekki einsdæmi. Þetta kemur fram á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Einar segist hafa skoðað sérstaklega að þessu sinni veðurathugunarstöðina Stafholtsey í Borgarfirði. Bærinn er á bökkum Hvítár í Bæjarsveit. Einar segir að þarna sé sérlega hætt við frostnóttum langt fram eftir sumri. Í maí megi að jafnaði reikna með um átta frostnóttum og reyndar sé það svo að frá upphafi mælinga  þarna árið 1989 hafi fryst í lágsveitum Borgarfjarðar síðast svo seint sem 18. júní. Nú brá hins vegar svo við að maí var næstum alveg laus við næturfrost. Þann  2. maí mældist að vísu -0,2°C, en það er líka sá allægsti hiti sem gerði í þessum óvenju góða  vormánuði.

Í Reykjavík mældist meðalhitinn  8,6°C. Svo hlýtt hefur ekki verið frá 1960, en þá var ívið hlýrra. Á Akureyri var hitinn 8,0° skv. bráðabirgða reikningum. Talsvert hlýrra var hins vegar 1991. Í samanburði við fyrra ár nær mánuðurinn þó engan veginn maí 1935 sem er klárlega sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Þá fór meðalhitinn í Reykjavík eitthvað yfir 9 stig. Þá er sérstakt við hitafarið í einmuna hlýjum maímánuði nú að aldrei gerði neina raunverulega hitabylgju og varla var hægt að tala um að hitinn hafi farið yfir 20°C svo heitið geti. Slíkt er þó algengt norðanlands og austan, einkum seinni part mánaðarins. Hinsvegar voru allir dagar mánaðarins yfir meðaltali í Reykjavík, sem er með ólíkindum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is