Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2008 07:30

Mótmæla fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslu

Byggðaráð Borgarbyggðar hefur sent frá sér umsögn vegna fyrirhugaðrar lokunar afgreiðslu Íslandspósts í Reykholti. Síðustu árin, eða eftir að Íslandspóstur lagði niður afgreiðslustöð sína í Reykholti, hefur póstafgreiðsla þar verið til húsa í verslun N1 á staðnum með samningi Íslandspósts við rekstraraðila verslunarinnar. Þeim samningi var sagt upp 1. febrúar síðastliðinn með 6 mánaða fyrirvara.

“Við höfum átt fund með forsvarsmönnum Íslandspósts þar sem við höfum mótmælt þeirri ráðagjörð að loka afgreiðslunni í Reykholti. Við teljum póstafgreiðslu þar vera jákvæða fyrir svæðið og Borgarbyggð hvetur því Íslandspóst til að endurskoða þessa ákvörðun sína og draga ekki úr þjónustu á svæðinu. Íslandspóstur telur það litla notkun á pósthúsinu að ekki sé forsvaranlegt að halda henni áfram. Byggðaráð samþykkti umsögn vegna málsins í síðustu viku sem send verður Póst- og fjarskiptastofnun. Það verður síðan að koma í ljós hvað verður,” sagði Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is