05. júní. 2008 01:00
Tvíburasysturnar Fríða og Júnía Þorkelsdætur höfðu lengi reynt að ná af sér umfram þyngd. Væntingarnar voru fyrir hendi en árangurinn klikkaði. Það var ekki fyrr en Júnía las viðtal í blaði þar sem sagt var frá því að 12 spora bataferlið gæti nýst í baráttunni við aukakílóin að eitt og annað gott fór að gerast. Í dag hafa systurnar samtals misst hundrað kíló. Áður höfðu þær reynt alla mögulega megrunarkúra og Júnía hafði fengið boð um að fara í hjáveituaðgerð.
Ítarlega er rætt við systurnar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær, miðvikudag.