Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. júní. 2008 05:05

Olíumál látið niður falla

Umrætt atvik var fest á filmu
Sveinn Ingi Lýðsson, umferðareftirlitsmaður hefur sent forsvarsmönnum Björgunarfélags Akraness tilkynningu þar sem fram kemur að athugun sú sem fram fór á eldsneyti á bifreið Björgunarfélagsins 27. maí sl., og greint var frá í Skessuhorni, muni ekki leiða til frekari aðgerða af hálfu Vegagerðarinnar. Eins og fram kom í fréttum snerist athugun umferðareftirlitsins um hvort félagar í Björgunarfélaginu hafi í umræddri ferð verið að sinna öðrum erindum en sem sneru beint að “hefðbundinni” starfsemi björgunarsveita. Í bréfi Sveins Inga segir að athugun hafi farið fram á meintri misnotkun á gjaldfrjálsu eldsneyti (lituð olía) á bifreið Björgunarfélagsins. Þar tóku eftirlitsmenn Umferðareftirlitsins sýni af eldsneytinu á bílnum, sem Sveinn Ingi segir hafa verið í fullu samræmi við verklagsreglur. “Athugun þessi mun ekki leiða til frekari aðgerðar í þessu máli,” segir í bréfinu til BA.

“Þetta mál og sú umfjöllun sem það fékk kom illa við okkur,” segir Ásgeir Örn Kristinsson, formaður Björgunarfélags Akraness í samtali við Skessuhorn. “Það er óþægilegt að vita til þess að einhverjum detti í hug að starfað sé eftir öðrum markmiðum í okkar félagskap heldur en að við séum að bæta samfélagið okkar. Engin ástæða var fyrir þessari könnun Umferðareftirlitsins. Eftirlitsmönnunum var gerð rækileg grein fyrir því að lituð olía væri á tanki bílsins og verkefni bílsins og mannanna hafi verið í fullu samræmi við verkefni Björgunarfélags Akraness,” segir Ásgeir og bætir við: “Þessu máli er lokið af hálfu Vegagerðarinnar. Ekki af okkar hálfu. Eftir stendur að við þurfum að leggjast í rannsóknarvinnu og skoða hvort það lagaumhverfi sem við vinnum í er á einhvern hátt gallað. Hvort í því eru glufur sem við gætum dottið óvart í. En ég vona að enginn haldi því fram að við séum að brjóta vísvitandi á samborgurum okkar með því að stunda samkeppnisrekstur í fjáröflunum fyrir Björgunarfélagið.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is