08. júní. 2008 02:19
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var sl. nótt erilsöm hjá henni þar sem mikið var um ölvun í bænum. Umferðaróhapp var í nágrenni bæjarins þegar drukkinn ökumaður ók útaf. Ekki urðu meiðsl á fólki. Þá var annar ökumaður stöðvaður við akstur, grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Loks gisti einn fangageymslur vegna rúðubrota og mikil ölvun var í bænum.