Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2008 07:29

Skektunni hvolfdi í reynslusiglingunni

Nýsmíðaðri eftirmynd Staðarskektunnar svokölluðu var síðastliðinn laugardag siglt til reynslu. Þokkalegur byr var þegar lagt var upp frá höfninni á Stað á Reykjanesi. Smíði bátsins hefur verið eitt af viðfangsefnum Félags áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum, og Skessuhorn greindi frá í fyrra. Á vef Reykhólasveitar í gær segir að bátsverjar hafi verið þeir Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari og Eggert Björnsson, sem báðir unnu að smíði bátsins ásamt Aðalsteini Valdimarssyni skipasmið á Reykhólum og nokkrum öðrum í áhugahópnum. Til fylgdar út á Breiðafjörðinn var Aðalsteinn Valdimarsson á mótorbáti sínum Hafdísi og kom í hans hlut að bjarga þeim félögum úr sjónum eftir að þeir hvolfdu bátnum. „Okkur gekk þokkalega að rifja upp handtökin en það er alveg ljóst að við þurfum mikla æfingu til að ná góðum árangri,” segir Hafliði Aðalsteinsson á Reykhólavefnum.

„Við sigldum fram og aftur og prófuðum okkur áfram að hagræða seglunum eftir vindi en gekk ekki nógu vel að venda. Það endaði með því að við hvolfdum bátnum.”

Frá því er sagt að fyrirmynd nýja bátsins er fjögurra manna far sem heitir Björg réttu nafni, en hefur jafnan gengið undir nafninu Staðarskektan, kennd við Stað á Reykjanesi. Þann bát smíðuðu þeir Ólafur Bergsveinsson skipasmiður í Hvallátrum og Gísli sonur hans á öndverðri síðustu öld. Gísli átti bátinn og fór með hann upp að Stað á Reykjanesi, þar sem hann gerðist ráðsmaður hjá prófastinum. Morgun einn haustið 1925 lagði Gísli upp frá Stað einn á báti sínum í góðu veðri, sem brátt snerist í útsynningshryðjur, og ætlaði norður yfir Þorskafjörð. Bátinn rak litlu síðar mannlausan við lendinguna á Stað. „Það eru sjórinn og lungnabólgan sem drepa okkur frændur," sagði Ólafur skipasmiður faðir hans, sem þarna missti þriðja son sinn í sjóinn.

 

Nýja Staðarskektan er að mestu smíðuð úr rekaviði af Ströndum, líkt og almennt var í bátasmíði Breiðfirðinga á fyrri tíð. Allir máttarviðir, bönd, kjölur og stefni eru úr rekaviði, svo og hluti af byrðingnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is