09. júní. 2008 12:35
Félagar í þriðja flokki ÍA í knattspyrnu og foreldrar þeirra sinntu sl. laugardag bráðnauðsynlegu verkefni í nágrenni Akraness þegar þeir tíndu upp rusl sem safnast hefur í skurði við þjóðveginn inn í bæinn. Árlega fýkur ótrúlega mikið magn af rusli af bílum og kerrum og frá nýbyggingum við þjóðveginn og hafnar í skurðum utan vegar. Magnið sem krakkarnir söfnuðu var í það minnsta vísbending um að betur mætti ganga frá lausu rusli við nýbyggingar og þegar því sem er ekið í sorpmóttöku Gámu. Hreinsunarstarf þetta er ein af fjáröflunarleiðum þriðja flokks og virðingarvert að bæjaryfirvöld láti sinna tiltekt sem þessari.