Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2008 03:37

Gatnagerð frestað á Breiðinni

Bæjarráð Akraness hefur hafnað öllum þeim sjö tilboðum sem komu í gatnagerð á Breiðinni á Akranesi. Tilboð í verkið voru langt umfram þá fjárhæð sem gert var ráð fyrir að verja til þess í fjárhagsáætlun. Ákveðið hefur verið að fresta gatnagerðinni á Breiðinni til næsta árs, en þó verður byrjað á hluta þeirra í sumar. Það er að koma upp hringsjá, útsýnisskífu og ganga frá svæði í kringum hana. Ekki eru þó líkur á að takast muni að koma upp hringsjánni fyrir Jónsmessuna eins og stefnt var að.

Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Akranesbæjar segir að þegar unnið var að fjárhagsáætlun í byrjun vetrar hafi menn verið með áform um gatnagerð á Breiðinni, sem síðan hafi vaxið þegar kom að nánari útfærslu.

Þá fannst mönnum ekkert vit í öðru en malbika þar eins og ítrasta þörf var á, fyrst á annað borð var ráðist í verkið. Það sé ástæðan fyrir því að kostnaðaráætlun og þar með tilboð í verkið voru miklu mun hærri upphæð en áætlað var að verja til þess samkvæmt fjárhagsáætlun. Að auki hafi orðið miklar verðlagsbreytingar á þessum tíma.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is