Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2008 04:05

Snæfellsnes fær umhverfisvottun Green Globe

Í gær fengu sveitarfélögin á Snæfellsnesi afhent vottorð um sjálfbæra þróun frá Green Globe vottunarsamtökunum við hátíðarstund í Fjölbrautaskólanum í Grundarfirði. Síðustu fimm ár hefur verið unnið að því að fá vottorð frá samtökunum, eða allt frá því að Green Globe kynnti í fyrsta sinn alþjóðlegan staðal fyrir sjálfbæra þróun. Sveitarfélögin, sem fengu vottunina voru Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur. Auk þeirra var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull vottaður.

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands var viðstaddur athöfnina og ávarpaði gesti ásamt Kristni Jónassyni, bæjarstjóra Snæfellsbæjar, Sturlu Böðvarssyni forseta Alþingis og Róbert Stefánssyni formanni Framkvæmdaráðs Snæfellsness. Forseti Íslands sagði m.a. í ræðu sinni að vel væri við hæfi að Snæfellingar riðu á vaðið í umhverfismálum af þessu tagi og gat þess að Snæfellsjökull, sem þjóðin sæi í bakgrunni á málverki þegar forsetinn flytti árlegt áramótaávarp sitt, gæti átt þau örlög að bráðna og hverfa vegna umhverfisáhrifa ef ekki yrði brugðist fljótt og vel við.

 

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, rifjaði upp hvernig Guðlaugur Bergmann kom að máli við hann á sínum tíma til þess að kynna honum verkefnið og las m.a. upp tölvubréf sem hann fékk frá Guðlaugi og vakti það bréf mikla kátínu gesta.

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis sagði meðal annars í ræðu sinni frá því þegar þau Guðlaugur og Guðrún Bergmann fóru fram á fund með honum þegar hann var samgönguráðherra. Hann bjóst ekki við stuttum fundi með þeim hjónum og því var fundurinn ákveðum utan hefðbundins fundartíma. Þar hafi þau rætt um að fá slíka vottun fyrir Snæfellsbæ sem svo hafi orðið að veruleika í samstarfi allra sveitafélaganna á Snæfellsnesi. Samningur þar um hafi verið gerður milli sveitarfélaganna og samgönguráðneytisins á sínum tíma.

 

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar afhenti Guðrúnu Bergmann 300 þúsunda króna styrk frá umhverfissjóði Snæfellsbæjar til þess að heiðra minningu Guðlaugs Bergmanns, sem var frumkvöðull að þessu verkefni. Stefán Gíslason, formaður umhverfissjóðs Snæfellsness, afhenti framkvæmdarráðinu 300 þúsunda króna styrk til þess að setja upp skilti um Green Globe vottunina við akstursleið til Snæfellsness og Skógarstrandar auk lendingarstaðar Baldurs í Stykkishólmshöfn.

 

 Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is