Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2008 07:29

Björn bikarmeistari með Heerenveen

Björn Jónsson, annar tveggja ungra Skagamanna sem eru á mála hjá Heerenveen í Hollandi, varð um helgina bikarmeistari með unglingaliði félagsins, sem sigraði Ajax 7:6 eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Ajax komst í 2:0 í fyrri hálfleik en leikmenn Heerenveen náðu að jafna með mikilli baráttu í þeim seinni. Ekkert var skorað í framlengingu og leikmenn orðnir mjög þreyttir, enda leikið í 26 stiga hita.

Björn, sem hefur verið að standa sig mjög vel með unglingaliðinu í vetur, var búinn að vera meiddur á ökkla í rúman hálfan mánuð. Þjálfari liðsins ákvað samt að skella Birni í liðið. Hann lenti í harðri tæklingu strax eftir sex mínútna leik en lék engu að síður fram í fyrri hluta framlengingar, eða í 98 mínútur.

Björn hefur venjulega leikið stöðu framliggjandi tengiliðs en spilaði í hjarta miðjunnar að þessu sinni. Hann þótti standa sig mjög vel í leiknum. Mikil fagnaðarlæti brutust út í herbúðum Heerenveen að leik loknum. 

 

Á myndinni eru leikmenn Hereenveen að fagna bikarmeistaratitli. Björn er í blárri treyju lengst til vinstri í fremstu röð.

Ljósmynd: Hugi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is