Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2008 10:26

Mikil umsvif í Grundarfjarðarhöfn

Mikið var að gera í Grundarfjarðarhöfn í síðustu viku. Fjöldinn allur af bátum kom inn til löndunar en auk heimabátanna lönduðu aðkomubátar einnig. Þar af voru tveir frystitogarar, sem skráðir eru í Þýskalandi og eru í eigu DFU, sem Samherji er stór eigandi að. Otra, sem áður hét Guðbjörg ÍS, landaði 490 tonnum af grálúðu, sem fékkst við Grænland. Baldvin NC 100, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, landaði á sunnudag 430 tonnum, einnig grálúðu sem fékkst við Grænland. Afurðirnar fóru til geymslu í frystihótelinu Snæfrosti.

 

 

Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður segir að nóg hafi verið að gera. “Á einum og sama klukkutímanum komu fjórir togarar að landi,“sagði hann. Hafsteinn sagði ennfremur að góður afli hefði verið hjá bátunum að undanförnu. “Algengur afli er þetta frá 30 til 50 tonn eftir tvo til þrjá sólarhringa. Við þjónustum skipin með ís, lyftara og gámalyftara. Einnig höfum við löndunargengi, sem hefur landað úr bátunum en aflinn er svo settur í gáma og sendur í vinnslur um allt land. Svo fara frosnu afurðirnar í Snæfrost.“ Hafsteinn segir að afli heimabátanna hafi einnig verið mjög góður.

 

Meiru hefur verið landað í Grundarfirði á þessu ári en í fyrra. Þá var landað  8.700 tonnum frá áramótum til 1. júní, en í ár er landaður afli 12.500 tonn miðað við sama tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is