Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2008 12:14

Leynir fær styrktaraðila fyrir ungmennagolfið

Samstarfssamningur golfklúbbsins Leynis á Akranesi og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar var undirritaður í liðinni viku. Samningurinn lítur að uppbyggingu barna- og unglingastarfs Leynis og þá sérstaklega að barna- og unglingamótaröð í þessum aldursflokkum. Samningurinn er til fjögurra ára. Viðstaddir við undirritun voru Snorri Hjaltason og Ólafur Páll Snorrason hjá TSH og frá Leyni þeir Gylfi Sigurðsson framkvæmdastjóri, Egill Guðmundsson úr barna-og unglinganefnd og Karl Ómar Karlsson golfþjálfari Leynis.

Mótaröðin mun bera heitið „TSH mótaröðin” og samanstendur af fimm mótum í sumar. Að sögn Karls Ómars Karlssonar er þetta rausnarlegur stuðningur frá TSH og bætir við að þessi mót séu góð fyrir ungliðana því á þeim læri þeir að leika eftir viðurkenndum reglum á gólfmótum. Einnig sé þetta tækifæri fyrir börnin að læra hvernig golfmót fara fram auk þess að kynnast þeim siðum og framkomu sem ætlast er til af golfurum. Í mótaröðinni verður keppt í tveimur forgjafarflokkum í unglingaflokki. Í litludeildinni er engin forgjöf, en skipt er niður eftir aldri. Krakkarnir fá að leika á Garðavelli að hluta til en einnig á Mikka mús vellinum, barnavelli Leynis. Unglingarnir leika á hvítum teigum á Garðavelli. Karl segir það mjög skemmtileg og góð reynsla fyrir börnin að fá að leika á „fullorðinsvellinum.”

 

Oft verið betri

Blaðamaður rakst á tvo keppendur í Litludeildinni þar sem þeir sátu að snæðingi eftir mótið. Þeir heita Benedikt Rúnar Hermannsson og Mikael Máni Steinarsson. Þeir eru báðir reynsluboltar í golfinu en Benedikt hefur verið að spila golf frá 2006 og Mikael hefur verið að spila síðan 2005. Þeir sögðu báðir að það væri gaman að keppa en voru hvorugir nógu ánægðir með eigin frammistöðu. „Það er náttúrulega langskemmtilegast að keppa þegar gengur vel,” segir Benedikt og Mikael tekur undir það og segist vanur því að standa sig mun betur en í dag. En þetta var nú þeirra fyrsta mót í sumar og því ekki nema von að menn séu svolítið ryðgaðir. Þeir félagar voru samt ekkert að svekkja sig á árangrinum heldur nutu blíðunnar og verðlaunanna sem voru Prins Póló og Appelsín.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is