Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2008 11:27

Veruleg lækkun leikskólagjalda á Akranesi

Á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær, þriðjudag, var samþykkt tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun vistunargjalda í leikskólum bæjarins um 5%, frá og með 1. ágúst nk. Jafnframt verða fæðisgjöld í skólum kaupstaðarins lækkuð um 25% frá sama tíma. Þá hækkar systkinaafsláttur á annað barn úr 25% í 50% og úr 50% í 75% hjá þriðja barni. Reglur um einstæða foreldra og námsmenn haldast óbreyttar hvað varðar fyrsta barn en systkinaafsláttur verður sá sami hjá öllum.   Með þessum breytingum mun vistun eins barns í átta tíma kosta 25.480 krónur á Akranesi. Til samanburðar má nefna að hliðstæð gjöld verða heldur lægri í Kópavogi og í Hafnarfirði, svipuð í Mosfellsbæ, Reykjanesbæ og Árborg, en í Borgarbyggð og í Garðabæ verða þau nokkru hærri.

Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar og Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs segja í grein í Skessuhorni (sjá hér að neðan), að með þessari lækkun verði leikskólagjöld á Akranesi fyllilega samkeppnishæf við leikskólagjöld sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarinnar og lægst í þeim sveitarfélögum sem hafa svipaðan íbúafjölda.  Að auki geti íbúar á Akranesi gengið að nægum fjölda leikskólaplássa, auk þess sem vistun hefur ekki verið skert.

 

„Umrædd lækkun mun færa fjölskyldufólki talsverða lífskjarabót. Sem dæmi lækka leikskólagjöld foreldra með tvö börn í leikskólum á Akranesi um rúmar 10.000 krónur á mánuði,“ segja þau Gunnar og Karen.

 

Vistun tveggja barna í átta tíma mun eftir lækkunina kosta 41.100 krónur á Akranesi. Sem fyrr er Kópavogur nokkru lægri og Reykjanesbær einnig lítilsháttar en leikskólagjöldin verða svipuð á Akranesi og í Hafnarfirði fyrir tvö börn. Í Mosfellsbæ, Garðabæ, Borgarbyggð og Árborg verða þau gjöld nokkru hærri en á Akranesi. Sem fyrr keppir ekkert áðurnefndra sveitarfélaga við leikskólagjöld Reykjavíkurborgar, sem um nokkurt skeið hafa verið í sérflokki stærri sveitarfélaga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is