Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2008 10:09

Efast um ágæti flýtiáfanga fyrir framhaldsskóla

Fjölbrautaskóli Vesturlands
Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að nemendur í efstu bekkjum grunnskóla taki áfanga upp í framhaldsskóla með fjarnámi, til að flýta fyrir væntanlegu framhaldsskólanámi. E.t.v. hefur ýtt undir þessa þróun umræða um styttingu náms til stúdentsprófs. Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands gerði úttekt á árangri þessara nemenda í skólanum og skrifar grein sem birtist í Skessuhorni í dag. Atli kemst að þeirri niðurstöðu í könnunni, sem reyndar er ekki stórt úrtak og þar af leiðandi ekki hávísindaleg, að flestum nemendum hraki námslega sem flýti námi með þessum hætti. Tæpast sé vert nema fyrir afburðanemendur, eða á að giska fjórðung úr hópnum, að flýta námi með fjarnámi af þessu tagi.

„Mér höfðu borist ábendingar frá kennurum og þótti áhugavert að skoða þessa hluti. Mig grunar að full mikið sé um að foreldrar ýti börnum sínum út í flýtinámið meðan þau eru enn á grunnskólaaldri og tel að það sé ekki æskilegt að settar séu á þau meiri kröfur en þau hafa getu og dugnað til,“ segir Atli. Í grein hans kemur fram að venjulegir krakkar, sem eru góðir námsmenn og fái einkunnir á bilinu 8 til 9 á grunnskólaprófum, virðist tapa á að flýta sér, þeir glati þeirri stöðu að vera með þeim bestu í faginu og lendi í miðjum hópi eða þar fyrir neðan. Grein Atla ber yfirskriftina: „Er eitthvert vit að grunnskólabörn stundi fjarnám í áföngum framhaldsskóla?“

 

Í síðustu viku gerði Atli lauslega könnun á gengi nemenda við Fjölbrautaskóla Vesturlands sem höfðu farið á undan í ensku eða stærðfræði. Atli einskorðaði könnunina við árgang nemenda sem fæddir eru 1991, en sá árgangur lauk grunnskóla vorið 2007 og hefur nú lokið einum vetri í framhaldsskóla. Um var að ræða á annan tug nemenda sem flestir höfðu tekið framhaldsskólaáfanga í ensku í fjarnámi samhliða námi í 10. bekk. Fáeinir höfðu tekið stærðfræðiáfanga og einn farið á undan í báðum þessum greinum.

 

Atli skoðaði einkunnir frá í vetur í greinunum sem þessir nemendur voru á undan í og einnig grunnskólaeinkunnir sömu einstaklinga. „Ég hafði óttast að útkoman væri ekkert frábær. En hún var mun verri en ég hafði gert mér í hugarlund,“ segir Atli í samtali við Skessuhorn.

 

Sjá grein Atla í heild sinni hér á síðunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is