Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2008 08:18

Bæði framboð og þátttaka í menningu eykst

Meginniðurstaða árangursmats, sem Jón Rúnar Sveinsson sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst gerði á menningarstarfsemi á Vesturlandi, leiddi í ljós að hún hefur eflst í landshlutanum til muna undanfarin þrjú ár, eða á þeim tíma sem styrkveitingar Menningarráðs Vesturlands hafa farið fram. Eiga þessir styrkir umtalsverðan þátt í þeirri þróun. Nýútkomin skýrsla var unnin í tilefni þess að innan skamms rennur út menningarsamningur sem sveitarfélög á Vesturlandi gerðu við ríkisvaldið síðla árs 2005 og nær til þriggja ára. Nú vinnur Menningarráð Vesturlands að því að ná samningum við ríkisvaldið um endurnýjun samningsins um menningarframlag í landshlutann, en ómögulegt er að segja fyrir um hvernig það verk mun ganga, en skýrslan sem hér er sagt frá var einmitt unnin sem vinnuplagg fyrir þá kynningarvinnu.

Hópur álitsgjafa sem leitað var til vegna skýrslunnar var sammála um að menningarstarf á Vesturlandi, bæði framboð menningaratburða og þátttaka Vestlendinga í menningariðkun, hefði aukist. Gagnrýni kom þó fram þess efnis að hlutur bókmenningar væri of lítill og áhersla á fjölgun viðburða væri of mikil. Greiningaraðferðir þær sem beitt var við athugunina gefa allar til kynna að menningarstarfsemi á Vesturlandi hafi eflst og aukist til mikilla muna á því tímabili sem tekið hefur verið til athugunar.

Menningarráð Vesturlands hefur árin 2006-2008 úthlutað alls 63,5 milljónum króna í menningarstyrki. Þeir dreifast tiltölulega jafnt milli einstakra svæða fjórðungsins og sá munur sem var fyrir milli svæðana hefur minnkað. Tónlistaratburðir njóta mests stuðnings Menningarráðs Vesturlands, sem endurspeglar þá staðreynd að tónlistarlíf er mjög öflugt í landshlutanum.  Á athugunartímabilinu óx þó hlutur margra annarra menningarþátta í styrkveitingum, einkum menningartengdrar ferðaþjónustu. Þá hafa einnig leiklist, söfn, heimildamyndagerð og menningarhátíðir notið góðs stuðnings.

Talning menningarviðburða leiddi í ljós mjög mikla fjölgun viðburða frá árinu 2005 til 2007 og einnig hefur fjölbreytni menningarstarfs Vestlendinga aukist. Tónlistariðkun heldur sínum hlut og mikill vöxtur mældist á sviði leiklistar og atburðir á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu eru í talsverðri sókn. Nokkurs munar gætir milli svæða innan Vesturlands og reyndist fjöldi atburða í Borgarfirði mestur miðað við íbúafjölda. Að sama skapi leiddi talningin í ljós ívið færri atburði en svaraði til mannfjölda á Akranessvæði og í Dölum. Úr þessum mun dró þó verulega á athugunartímabilinu, mest í Dölum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is