13. júní. 2008 09:21
Næstkomandi sunnudag er Dagur hinna villtu blóma og efnir Landbúnaðarsafn Íslands til blómagöngu í tilefni dagsins. Göngustjóri og fræðari verður Björn Þorsteinsson prófessor við LbhÍ en hann er afar fróður um gróður og náttúru landsins. Gangan tekur um tvær klukkustundir um grundir Hvanneyrar og er mæting við Hvanneyrarkirkju klukkan 10 á sunnudagsmorgun. Athygli er vakin á því að vera rétt skóaður fyrir úthagagöngu.