Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2008 07:35

Gæfuspor þegar eldri borgarar ganga saman

Í þessari viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 19. júní, fer formlega af stað verkefni sem UMFÍ stendur fyrir í samvinnu við félög eldri borgara, sveitarfélög, gönguhópa sem þegar eru komnir af stað á stöðunum og Sparisjóðinn. Verkefnið miðar að því að fá eldri borgara, 60 ára og eldri, út að ganga og hreyfa sig og hefur það fengið nafnið Gæfuspor. Gæfuspor hefst á fimm stöðum á landinu á sama tíma þann 19. júní, þ.e. í Borgarnesi, Keflavík, Neskaupstað, Sauðárkróki og Selfossi. Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi hjá UMFÍ sem starfar með verkefnisstjórninni segir að verkefnið sé og eigi að vera afar einfalt. Hann segir ekki síst mikilvægt fyrir fólk að hitta aðra og eiga góða stund.

Ómar segir að á Sauðárkróki, sem er einn þessara staða sem verkefnið byrjar á, sé þegar kominn um 50 manna kjarni sem hafi hist á íþróttavellinum frá síðasta hausti, gengið þar nokkra hringi á hlaupabrautinni og hist síðan í kaffi í vallarhúsinu að göngu lokinni. Ómar segist merkja mjög mikinn áhuga og ánægju hjá þessum hópi og sé hreyfingin og þessar stundir sem fólkið eigi saman á íþróttavellinum orðinn fastir punktar í tilverunni. Vel megi hugsa sér eitthvað svipað fyrirkomulag á hinum stöðunum.

Í nánari lýsingu á verkefninu segir að ekki sé um að ræða keppni, hvorki á milli einstaklinga né bæjarfélaga. Verkefnið er áætlað til nokkurra ára, byrjað er á fimm stöðum á þessu ári og framhaldið síðan metið jafnt og þétt. Sparisjóðurinn er aðalsamstarfsaðili verkefnisins.

Eftirtaldir aðilar eru í verkefnastjórn Gæfuspors: Ásdís Helga Bjarnadóttir frá UMFÍ, Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir frá Sparisjóðnum, Ingimundur Ingimundarson frá UMFÍ og Hjörtur Þórarinsson frá Félagi áhugahóps um íþróttir eldri ungmennafélaga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is