Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2008 12:19

Tvíburar dúxuðu í frá FVA

Nokkra athygli vakti við útskrift Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi nú nýverið að tvíburabræðurnir Almar og Andri Gunnarssynir skiptu bróðurlega á milli sín námsstyrk Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Almar og Andri hafa báðir hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur á undanförnum önnum í FVA, Almar á haustönn 2007 þegar hann útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut með eðlisfræðikjörsvið og Andri nú á vorönn 2008 með burtfararprófi sínu í húsasmíði og stúdentsprófi eftir nám í húsasmíði. Að auki fékk Andri viðurkenningar fyrir árangur í eðlis- og efnafræði, íslensku og í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði, en Almar hlaut við útskrift sína viðurkenningar fyrir námsárangur í eðlis- og efnafræði, íslensku, jarðfræði, líffræði, stærðfræði, þýsku og samfélagsgreinum. Geri aðrir betur!

Sjá viðtal við bræðurna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is