Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2008 02:10

Bóndinn og formaðurinn í netsamband á ný

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna og bóndi á Vestra-Reyni í Hvalfjarðarsveit er kominn í netsamband á ný en netsamband sem hann hafði not af hafði ekki virkað um hríð. Hann gat ekki fengið ADSL tengingu vegna fjarlægðar frá símstöð og því var hann ekki í sambandi eins og nauðsynlegt er sveitaheimilum sem öðrum í dag. Jafn nauðsynlegt og að hafa aðgang að þjóðvegi, eins og Haraldur hafði sjálfur á orði. Nú hefur komið í ljós að 3G þjónusta Símans næst heim á bæ hjá honum og getur hann nú í fyrsta skiptið verið í þráðlausu netsambandi jafnt innan dyra sem utan.

Haraldur er því mjög sáttur nú og segir gott fjarskiptasamband á landsbyggðinni hafi lengi verið hagsmunamál bænda og annarra íbúa í dreifbýlinu. Hann segir því ánægjuefni að Síminn ætli að bjóða 3G þjónustu jafnt á dreifðari svæðum landsins sem þéttari. Það muni hafa mikla þýðingu fyrir bændur í framtíðinni. Sendar eru í Reykjavík fyrir íbúa á Vestra-Reyni fyrir 3G sambandinu, en á næstunni setur Síminn í gang 3G senda á Akranesi sem eiga að ná út á svæði utan bæjarmarkanna, en víða í Hvalfjarðarsveit hefur slæmt netsamband plagað íbúa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is