Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2008 09:55

Kviknaði í vélarrúmi Sóleyjar Sigurjóns

Á áttunda tímanum í morgun var björgunarbáturinn Björg í Rifi kallaður til aðstoðar Sóleyju Sigurjóns GK frá Sandgerði. Var torgarinn að hefja veiðiferð og var á togi úti af Bervík á Snæfellsnesi en eldur hafði brotist út í vélarrúmi togarans. Jóhann Kristinsson skipstjóri á Björgu segir í samtali við Skessuhorn, að skipverjar á Sóleynni hafi sjálfir náð að slökkva eldinn og voru að koma aðalvél skipsins í gang aftur þegar skipverjar á Björgu komu að honum. “Það hefur sennilegast kviknað í út frá spíssarörum og vildi skipstjórinn á Sóleynni ekki gera mikið úr þessu. Við vorum bara til taks ef eitthvað skyldi út af bera, en skipið verður þó að sigla til heimahafnar til þess að laga skemmdir,” sagði Jóhann.

Sóley Sigurjóns GK hét áður Sólbakur RE og er nýkominn úr miklum breytingum í Póllandi þar sem skipið var stytt til að það gæti togað að fjórum mílum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is