13. júní. 2008 10:25
Þrjár fullorðnar konur voru fluttar á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Brúartorgi í Borgarnesi síðdegis í gær. Talið var að ein kvennanna væri viðbeinsbrotin en hinar voru minna slasaðar.
Þá varð árekstur við Leirárbrú í gær en þar rákust saman hestaflutningabíll og fólksbíll erlendra ferðamanna. Ferðamennirnir slösuðust lítillega en að sögn lögreglu var áreksturinn ekki mjög harður.