13. júní. 2008 01:03
 |
Frá leit lögreglunnar í gær |
Maðurinn, sem lögreglan á Akranesi handtók í gær eftir æsilegan eltingarleik og leit, er laus úr haldi. Hann sat í fangelsi á Akranesi í nótt, var yfirheyrður í morgun en sleppt að því loknu. Jónas H. Ottósson rannsóknarlögreglumaður segir ekki hafa verið efni til að halda manninum lengur né krefjast gæsluvarðhalds yfir honum.