Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júní. 2008 01:05

Fertugur Ægir sendir sjóstangaveiðibát í land

Landhelgisgæslan sendi einn bátanna tólf, sem í morgun lögðu af stað á sjóstangaveiðimót frá Akranesi, í land aftur vegna þess að hann var ekki með gilt haffærniskírteini. Báturinn var kominn til veiða á Hvalfirði og auk skipstjóra voru þrír veiðimenn um borð.  Varðskipið Ægir var á Hvalfirði þegar sjóstangaveiðibátarnir komu þangað en þar um borð er einmitt haldið upp á fertugsafmæli Ægis í dag. Varðskipsmenn sendu bátinn, Hafey AK-55, umsvifalaust í land þegar í ljós kom að haffærniskírteini var ekki í gildi.

 

 

Pétur Þór Lárusson formaður Sjóstangaveiðifélagsins Skipaskaga, sem heldur mótið, segir grafalvarlegt mál að fara á sjó án tilskilinna skírteina og réttinda. „Eigendur þessa báts fullvissuðu okkur um að allt væri samkvæmt reglum um borð og við trúðum því. Við kappkostum að hafa allt í lagi og á hverjum báti eru skipstjórar með réttindi. Það er ábyrgðarhluti að senda fólk út á sjó án þess að allt sé lögum samkvæmt, veiðimenn eru þá ótryggðir og það er nokkuð sem við viljum ekki,” sagði Pétur og bætti við að annar bátur hefði fengist strax svo veiðimennirnir gátu farið og tekið þátt í mótinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is