Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júní. 2008 05:03

Hrefnuveiðimaður slasaðist

Hvalaskytta á hrefnuveiðibátnum Nirði KÓ slasaðist talsvert á fæti við hrefnuveiðar vestur af Akranesi upp úr hádegi í dag. Lína úr skutlinum flæktist og slóst í manninn með þeim afleiðingum að hann brenndist talsvert og marðist. Njörður kom inn til Akraness um kl. 16 í dag og biðu sjúkraflutningsmenn og læknir bátsins. Aðstæður voru þröngar og erfitt að ná manninum úr bátnum enda hrefna á dekkinu og þurfti að hífa manninn í sjúkrakörfu upp úr bátnum aftan við stýrishús. Hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akranesi.

 

 

Njörður var við veiðar 27 sjómílur vestur af Akranesi þegar slysið varð. Að sögn skipverja var mikið af hrefnu á þessum slóðum og sögðust þeir hafa talið 12 dýr en Njörður hélt til veiða klukkan 3 í nótt. Þeir sögðu mikið líf í sjónum vestur af Skaganum, mikið um síli og síld. Hrefnan sem veiddist virtist vel haldin og væn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is