Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2008 09:42

Skagamenn óheppnir að leggja ekki Valsmenn

Skagamenn misstu af tækifærinu að ná sér í þrjú dýrmæt stig þegar Valsmenn komu í heimsókn á sunnudag í 7. umferð Landsbankadeildarinnar. ÍA-liðið var heldur sterkara á vellinum og var óheppið að ná ekki að landa sigri, en til þess þarf að skora mörk og það tókst hvorugu liðinu. Eitt stig var því uppskeran og Skagamenn eru því einungis komnir með sex stig eftir sjö leiki og eru í 10. sæti deildarinnar.  Heimamenn hafa sjálfsagt óttast að óheppileg umræða um málefni Guðjóns þjálfara tengd Skotlandi hefði truflað liðið að einbeita sér að þessu mikilvæga verkefni, en svo virtist ekki vera og Skagamenn mættu frískir og voru mun betra liðið í fyrri hálfleiknum.

Strax á 4. mínútur átti Þórður Guðjónsson gott skot úr þröngu færi frá vinstri sem Kjartan Sturluson í marki Vals átti í erfiðleikum með að verja. Helgi Sigurðsson átti þokkalagt færi hinum megin á 15. mínútu eftir að Madsen missti boltann frá sér. Skömmu síðar fékk svo Árni Ingi Pétursson í Skagaliðinu besta færi leiksins þegar hann af tveggja metra færi skaut í Kjartan markvörð. Á 23. mínútu átti Jón Vilhelm Ákason gott skot af teig sem Kjartan sló rétt yfir. Skömmu síðar skaut Þórður Guðjónsson föstum bolta af um 20 metra færi sem fór rétt framhjá markinu. Valsmenn komu svo meira inn í leikinn á síðasta korteri hálfleiksins án þess að ná að skapa verulega hættu upp við Skagamarkið.

Seinni hálfleikurinn var mjög tíðindalítill, mikið um miðjuþóf og lítið um sóknaraðgerðir sem eitthvað kvað verulega að. Skemmst er frá að segja að hálfleikurinn leið án þess að hvorugu liðinu tækist að koma skoti á rammann. Næst því komst Bjarni Guðjónsson á 51. mínútur þegar hann átti mjög gott skot frá vítateig, þar sem boltinn sleikti fjærstöngina. Skagamenn urðu fyrir áfalli á 80. mínútu þegar Andra Júlíussyni var vikið af velli þegar hann fékk tvö gul spjöld í buna, það seinna fyrir að sparka boltanum burtu. Andri hafði komið inn á fyrir Þórð Guðjónsson 12 mínútum áður.

Besti maður Skagaliðsins í leiknum var Heimir Einarsson. Margar sóknarlotur Vals brotnuðu á honum og Heimir var einnig duglegur að sækja fram þegar færi gafst. Björn Bergmann var sá í Skagaliðinu sem var að skapa langmest framá við og átti hann skínandi leik. Bjarni Guðjónsson var drjúgur á miðjunni, sem og félagar Heimis í vörninni, Árni Thor, Dario Cingel og Guðjón Heiðar Sveinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is