Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júní. 2008 04:06

Frekar tregt á sjóstönginni

Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir úr Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar varð aflahæst einstaklinga á Sjóstangaveiðimóti Sjóstangaveiðifélagsins Skipaskaga á Akranesi á föstudag og laugardag. Afli Sigfríðar var 385,6 kg. Aflahæsti karlinn varð Jón Einarsson Sjóstangaveiðifélagi Snæfellinga með 371,94 kg. Aflahæsti bátur mótsins varð Gári, skipstjóri Rögnvaldur Einarsson með 361,110 kg að meðaltali á stöng.

Alls tóku 42 veiðimenn á 12 bátum þátt í mótinu sem stóð í 2 daga. Það er eitt af sjö mótum í mótaröð Landssambands sjóstangaveiðifélaga og gefur stig til Íslandsmeistaratitils.

Afli á mótinu þetta árið var með tregara móti en veður var frekar leiðinlegt fyrri daginn en rjómablíða seinni daginn.

Þyngsti fiskurinn sem veiddist á mótinu var tæpra 15 kílóa þorskur og annar þyngsti var tæpra 12 kílóa þorskur. Þriðji þyngsti fiskurinn var hins vegar 10,4 kílóa keila, sem er frekar óvenjulegt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is