18. júní. 2008 03:05
Þórður Ingólfsson af H-lista var kjörinn oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar á sveitarstjórnarfundi sl. fimmtudag. Halla Steinólfsdóttir af lista VG var kjörin varaoddviti en þessir tveir listar skipa nýjan meirihluta eftir að upp úr meirihlutasamstarfi N og H lista slitnaði. Þorgrímur E. Guðbjartsson frá VG var kjörinn formaður byggðaráðs en með honum í ráðið voru kjörin þau Ingveldur Guðmundsdóttir af H-lista og Gunnólfur Lárusson af N-lista, sem nú er í minnihluta. Þórður Ingólfsson oddviti segir að framundan sé að afgreiða nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins en tvær umræður þurfa að fara fram um það í sveitarstjórn. Sú fyrri verður á fundi sveitarstjórnar á morgun, fimmtudag. Hann segir að enn eigi eftir að fara yfir nefndaskipan eftir meirihlutaskiptin en það verði klárað í sumar.