Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2008 10:12

Gróðureldur við Glym orsakaðist af vindilsglóð

Glóð úr vindilsstubbi varð til þess að eldur kviknaði í gróðri við gönguleið upp að fossinum Glymi í Botnsdal síðdegis í gær. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt fyrir klukkan fimm og fóru tíu slökkviliðsmenn á staðinn. Þeir þurftu að ganga með allan búnað nokkurra kílómetra leið upp bratta hlíðina en þar logaði í mosa og öðrum gróðri. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri segir að eina sem dugað hafi á eldinn hafi verið skóflur og klöppur. „Það gekk nokkuð vel að slökkva þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Gróður er mjög þurr núna og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega með eld og henda ekki frá sér logandi sígarettu- eða vindlastubbum. Strákarnir fundu þarna vindilsstubb sem örugglega er ástæðan fyrir eldinum,” sagði Þráinn.

 

Mikil umferð ferðamanna var upp að þessum hæsta fossi landsins í gær, eins og jafnan  er yfir sumarið. Þráinn sagði tvær rútur fullar af ferðafólki hafa verið þarna stuttu áður en eldurinn kom upp.

 

Á meðfylgjandi símamynd, sem Snorri Guðmundsson tók eru slökkviliðsmenn að hvíla lúin bein eftir slökkvistarfið, en þeir þurftu að ganga nokkra kílímetra að þeim stað þar sem eldur logaði í gróðri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is