Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2008 11:21

Elsta en jafnframt nýjasta ungmennafélagshúsið

Logaland. Nýbyggingin er efri hæðin til vinstri á myndinni.
Fjölmenni var statt í Logalandi í Reykholtsdal í gær þegar aldarafmælis Ungmennafélags Reykdæla var minnst. Við það tækifæri var viðbygging við Logaland formlega tekin í notkun og Sr Geir Waage sóknarprestur blessaði hana. Þetta mun vera í fimmta skipti sem húsið er stækkað en bygging þess hófst fyrir tæplega 100 árum síðan. Logaland er elsta félagsheimili í eigu ungmennafélags hér á landi en nýbyggingin jafnframt yngsta byggingin. Við þetta tækifæri færði Halldóra Þorvaldsdóttir í Reykholti, börn hennar og fjölskyldur þeirra ungmennafélaginu að gjöf nýtt píanó til notkunar á efri hæð hússins. Gjöfin er í minningu um Jón Þórisson í Reykholti en hann var alla tíð mjög virkur félagi í UMFR. Hátíðarræðu dagsins flutti Vigfús Pétursson í Hægindi. Þétt hátíðardagskrá var frá morgni og fram á kvöld, en hún hófst með því að sveitungar riðu til messu í Reykholti og lauk undir kvöld í Logalandi.

Nánar verður greint frá afmæli þessa elsta starfandi ungmennafélags á Vesturlandi í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is